Fundargerð 154. þingi, 95. fundi, boðaður 2024-04-15 15:00, stóð 15:01:23 til 19:39:19 gert 16 10:36
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

95. FUNDUR

mánudaginn 15. apríl,

kl. 3 síðdegis.

Dagskrá:

Aðalmenn taka sæti á ný:

Fjarvistarleyfi:


Varamenn taka þingsæti.

[15:01]

Horfa

Forseti tilkynnti að Indriði Ingi Stefánsson tæki sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, 7. þm. Suðvest.


Tilkynning um mannabreytingar í nefndum.

[15:01]

Horfa

Forseti tilkynnti að borist hefði bréf frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um eftirfarandi mannabreytingar í nefndum: Steinunn Þóra Árnadóttir tekur sæti Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem aðalmaður í velferðarnefnd og Eva Dögg Davíðsdóttir sem varamaður í sömu nefnd í stað Orra Páls Jóhannssonar; Eva Dögg Davíðsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og sem varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur; Eva Dögg Davíðsdóttir tekur sæti í framtíðarnefnd í stað Steinunnar Þóru Árnadóttur; Jódís Skúladóttir tekur sæti Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem aðalmaður í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og EES og Eva Dögg Davíðsdóttir tekur sæti Jódísar Skúladóttur sem varamaður í sömu nefnd.


Breyting á starfsáætlun.

[15:03]

Horfa

Forseti tilkynnti breytingu á starfsáætlun Alþingis.


Frestun á skriflegum svörum.

Gjaldskrá vegna tannréttinga barna með skarð í vör eða tanngarði. Fsp. HáH, 843. mál. --- Þskj. 1264.

Nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnaður vegna þeirra. Fsp. BGuðm, 860. mál. --- Þskj. 1285.

Útvistun ræstinga. Fsp. ValÁ, 739. mál. --- Þskj. 1109.

Kostnaður við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur. Fsp. BGuðm, 744. mál. --- Þskj. 1114.

Vopnuð útköll. Fsp. NTF, 725. mál. --- Þskj. 1087.

Kostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd. Fsp. NTF, 869. mál. --- Þskj. 1303.

Raforka. Fsp. KGaut, 815. mál. --- Þskj. 1229.

Hatursorðræða og kynþáttahatur. Fsp. BDG, 821. mál. --- Þskj. 1235.

Nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnaður vegna þeirra. Fsp. BGuðm, 854. mál. --- Þskj. 1279.

[15:03]

Horfa


Um fundarstjórn.

Breyting á búvörulögum.

[15:05]

Horfa

Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson.


Óundirbúinn fyrirspurnatími.

[15:35]

Horfa


Árshátíð Landsvirkjunar.

[15:35]

Horfa

Spyrjandi var Inga Sæland.


Stefna ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum.

[15:42]

Horfa

Spyrjandi var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


Staðan í heilbrigðismálum.

[15:48]

Horfa

Spyrjandi var Hanna Katrín Friðriksson.


Tilmæli forsætisnefndar Norðurlandaráðs vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs.

[15:56]

Horfa

Spyrjandi var Oddný G. Harðardóttir.


Byggingarleyfi vegna lagareldis.

[16:04]

Horfa

Spyrjandi var Halldóra Mogensen.


Aðgerðir til eflingar náms í heibrigðisvísindum.

[16:12]

Horfa

Spyrjandi var Jódís Skúladóttir.


Kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, til eins árs að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

Við kosninguna komu fram tveir listar með samtals jafn mörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Kosningin fór því fram án atkvæðagreiðslu og varð stjórnin svo skipuð:

Aðalmenn:

Ingvar Smári Birgisson (A),

Margrét Tryggvadóttir (B),

Silja Dögg Gunnarsdóttir (A),

Marta Guðrún Jóhannesdóttir (A),

Þráinn Óskarsson (B),

Rósa Kristinsdóttir (A),

Mörður Áslaugarson (B),

Aron Ólafsson (A),

Diljá Ámundadóttir Zoëga (B).

Varamenn:

Birta Karen Tryggvadóttir (A),

Viðar Eggertsson (B),

Jónas Skúlason (A),

Kristján Ketill Stefánsson (A),

Natalie Guðríður Gunnarsdóttir (B),

Magnús Benediktsson (A),

Kristín Amalía Atladóttir (B),

Sandra Rán Ásgrímsdóttir (A),

Ingvar Þóroddsson (B).


Nýsköpunarsjóðurinn Kría, 1. umr.

Stjfrv., 911. mál. --- Þskj. 1356.

[16:20]

Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og viðskn.


Frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna, 1. umr.

Stjfrv., 912. mál. --- Þskj. 1357.

[17:18]

Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og viðskn.


Menntasjóður námsmanna, 1. umr.

Stjfrv., 935. mál (ábyrgðarmenn og námsstyrkir). --- Þskj. 1382, brtt. 1498.

[17:30]

Horfa

Umræðu frestað.


Afturköllun vantrauststillögu.

[19:37]

Horfa

Forseti tilkynnti afturköllun vantrauststillögu Flokks fólksins á hendur matvælaráðherra.


[19:38]

Útbýting þingskjala:

Út af dagskrá voru tekin 6.--11. mál.

Fundi slitið kl. 19:39.

---------------